Háskólasjúkrahús

Háskólasjúkrahús

Ár
2010
Staðsetning
Reykjavík, Ísland
Stærð
66,000 m2
Viðskiptavinur
Ríkissjóður Íslands
design image
Verkefnið er samkeppnistillaga í lokaðri samkeppni þar sem Batteríið Arkitektar var hluti af teimi arkitekta og verkfræðinga undir TBL-architekts sem valin var til þáttöku í forvali.

Um er að ræða 66.000m2 stækkun Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut í Reykjavík. Skipulag tillögunnar tekur mið af legu gömlu Hringbrautar og leggur ríka áherslu á að gamli Landsspítalinn sé miðpunktur skipulagsins. Í tillögunni er miðað við að gera allar gönguleiðir sem stystar og tengingar milli bygginga þjálar. Byggingar eru í meginatriðum lágreystar með áherslu á að skapa gott dagsljós á öllum deildum. Útlit bygginga er hugsað í ljósum tón í samræmi við helstu eldri byggingar, en grasi gróin þök gefa spítalanum grænt og umhverfisvænt heildaryfirbragð.

Önnur Verk