Scandic Stavanger Congress

Scandic Stavanger Congress

Ár
2014
Staðsetning
Stavanger, Noregur
Stærð
19,660 m2
Samstafsaðilar
Viðskiptavinur
Hermann Wedelsplass AS
design image
Hótelið samanstendur af tveimur byggingum sem eru tengdar með glerbrú. Láréttar byggingarnar hlykkjast eftir lóðinni en teygja sig svo til himins á einum stað. Þar er hjarta hótelsins. Þetta uppbrot og hæðarmismunur gerir það að byggingin með alla sína fermetra getur aðlagast umhverfi sínu á sannfærandi hátt og á sama tíma gert ráð fyrir myndarlegum garði innan lóðar. Til að undirstrika þetta snúa skammhliðar byggingarinnar út að lóðarmörkum og skapa þannig mælikvarða í samræmi við umhverfi sitt í stað þess að mynda samhangandi vegg að aðliggjandi lóðum / götum.
Allir þakfletir bygginganna eru grasi vaxnir, auk þess hefur garður á vesturhluta lóðarinnar fengið stórt vægi í lóðarnýtingu með stórum trjám og fjölbreyttum gróðri. Veitingarstaður hótelsins opnast út í garðinn og skapar þar aukið líf. Byggingin skiptist í ráðstefnuhluta og hótel. Lobby og veitingarstaðir eru staðsettir á 1 hæð / jarðhæð með inngang frá Sverdrupsgate. Ráðstefnuhlutinn er á 2 neðstu hæðunum auk kjallara.
Hótelherbergi eru á 3 til 10 hæð en á 11 hæð er svo glerskúlptúr með þaksvölum, fundaraðstöðu og gróðursettu gangrými með útsýni til allra átta. Sorpgeymslur eru inni í byggingunni í tengslum við eldhús og vörumóttöku. Aðkoma að vörumóttöku er í norðvesturhluta lóðar á sama stað og innkeyrsla í bílageymslu og stórsal ráðstefnuhluta í kjallara. Tæknirými liggja að mestu í kjallara.
Útlit bygginganna vísar í laufblöð og garðinn sem þrátt fyrir sinn einfaldleika skapar fjölbreytt munstur og falleg lífræn form. Útveggir eru byggðir upp með einingum þar sem grunnformið er þríhyrningur. Einingarnar er svo settar saman á mismunandi hátt háð notkun en einnig til að skapa fjölbreytt munstur og falleg lífræn form í samræmi við garðinn í vestri.
Hönnun miðast við að byggingin uppfylli kröfur BREEAM „very good“.

Önnur Verk