Höfuðstöðvar Mannvits

Höfuðstöðvar Mannvits

Staðsetning
Reykjavík, Ísland
Stærð
15,100 m2
Viðskiptavinur
Mannvit hf
design image
Byggingin verður höfuðstöðvar verkfræðistofunnar Mannvit hf. Um er að ræða skrifstofubyggingu á fjórum hæðum og bílageymslu á þremur hæðum neðanjarðar. Í byggingunni verða m.a. um 400 vinnustöðvar, móttaka, skrifstofurými, fundarherbergi, kaffihús, matsalur ásamt stoð- og tæknirýmum.
Steinsteyptir útveggir verða klæddir álklæðningu, málaðir eða epoxy klæddir. Gluggar verða úr áli í gráum tón og allt sýnilegt stál verður málað. Útbyggingar verða úr lituðu gleri. Að innan verða innréttingar léttar og ljósar.

Önnur Verk