Höfustöðvar Landsbankans

Höfustöðvar Landsbankans

Ár
2007
Staðsetning
Reykjavík, Ísland
Stærð
21,764 m2
Staða
Klárað
Viðskiptavinur
Landsbanki Íslands hf
design image

BATTERÍIÐ HLAUT ANNAÐ SÆTIÐ Í ALÞJÓÐLEGRI SAMKEPPNI UM NÝBYGGINGU HÖFUÐSTÖÐVA LANDSBANKA ÍSLANDS

Samkeppnin hófst með opnu forvali, eftir það var 21 arkitektastofu boðið að halda áfram í tveggja þrepa hugmyndasamkeppni, 5 stofur komust áfram í síðara þrep. Forsendur voru að nýjar höfuðstöðvar Landsbanka Íslands yrðu tenging hins nýja borgarhluta á Austurhöfn við miðborgina og þyrfti því að vera aðlaðandi hlið að hinni nýju tónlistar- og ráðstefnumiðstöð. Lagt var upp með að ná fram einstakri hönnun fyrir höfuðstöðvarnar ásamt því að byggingarnar á reitnum þyrftu að þjóna fjölbreyttri starfsemi í nánustu framtíð og vera kennileiti, tímamótarverk fyrir bankann sem og svæðið allt. Markmið höfunda var að skapa spennandi borgarlandslag, fléttað við fíngerðan mælikvarða miðborgarinnar og aðlögun stærri bygginga eins og hótels og tónlistarhúss við þau hlutföll. Höfundar móta höfuðstöðvar Landsbankans sem samspil bygginga og útirýma, þ.e. göngugötu, torga og garða fyrir þétta byggð atvinnu og íbúða. Byggingar þurfa að nýta kosti reitsins, vera vel aðgengilegar, sveigjanlegar og taka tillit til veðurfars.

Önnur Verk