Kaplakriki

Kaplakriki

Ár
2014
Staðsetning
Hafnarfjörður, Ísland
Stærð
18,100 m2
Teymi
Jón Ólafur Ólafsson
Sigurður Einarsson
Staða
Klárað
Viðskiptavinur
FH & Hafnarfjarðarbær
design image
Verkefnið er margþætt og felur í sér bætta aðstöðu á mörgum sviðum íþróttaiðkunar. Byggt er nýtt anddyri og forsalur fyrir íþróttahúsin og knattspyrnuvöllinn. Einnig er byggð ný félagsaðstaða með skrifstofum og góðum samkomu- og fjölnotasal m.a. fyrir skylmingar. Stækkun er gerð á búningsaðstöðu og byggður þreksalur. Áhorfendastúka er stækkuð til muna og yfir alla stúkuna byggt þakskyggni.

Aðstaða fréttamanna og vallarstjóra er gerð við stúkuna. Anddyri og félagsaðstaða eru byggð úr svartri sjónsteypu en þakskyggni er úr hvítmáluðu stáli með hvítri stálklæðningu. Nýtt frjálsíþróttahús er byggt með beinni innanhússtengingu við búningsaðstöðu. Í því húsi er 200m hlaupabraut og aðstaða þar að öðru leiti öll sem fullkomnust. Frjálsíþróttahúsið er klætt álplötum í állit en mikilvægri dagsbirtu er hleypt inn í húsið um rönd af polycarbonate-plötum meðfram þakkanti allan hringinn.
Frjálsíþróttahús
Nýtt frjálsíþróttahús er byggt með beinni innanhússtengingu við búningsaðstöðu við íþróttahús Kaplakrika. Í byggingunni er 200m hlaupabraut og aðstaða til kúluvarps, hástökks og stangastökks. Aðstaðan þar að öðru leiti er öll sem fullkomnust til iðkunar frjálsra íþrótta. Frjálsíþróttahúsið er klætt álplötum að utan í állit og eru plöturnar lagðar til skiptis í 45° halla og láréttar til að mynda skemmtilegt spil í fasöðunni.Mikilvægri dagsbirtu er hleypt inn í húsið um rönd af polycarbonate-plötum meðfram þakkanti allan hringinn sem uppfyllir ítrustu kröfur um dagsljós. Stórir gluggar eru á húsinu sem bæði hleypa inn skemmtilegri birtu auk þess að gefa innsýn inn í skemmtilegt starf sem fer þar fram.

Önnur Verk