Kaiser Permanante

Kaiser Permanante

Ár
2011
Staðsetning
California, Bandaríkin
Stærð
15,000 m2
Viðskiptavinur
Kaiser Permanente
design image
Verkefnið er samkeppnistillaga í opinni alheimssamkeppni þar sem Batteríið Arkitektar var hluti af teimi arkitekta undir TBL-architekts. Af 110 innkomnum tillögum var tillagan á meðal 9 tillagna sem voru „short listed“ til frekari skoðunar.

Um er að ræða tillögu að litlum spítala í útjaðri borga í Kaliforníu, þar sem valið var að vinna með ca 15.000m2 stóran spítala. Tillagan byggir á hringformi þar sem sjúklingar og gestir eru yst í hringnum en rými verða sérhæfðari og með meiri takmörkun umferðar eftir því sem innar dregur í hringnum. Gerðar voru tillögur að mismunandi uppbyggingaráformum og áföngum.

Í tillögunni er miðað við að gera allar gönguleiðir sem stystar og aðkomu gesta sem greiðasta. Tengsl við náttulegt útirými og umhverfi er hluti af meginmarkmiðum tillögunnar. Í tillögunni er unnið með róttækar hugmyndir með lítilli orkunotkun við hitasýringu og loftræsingu byggingar með nýtingu sólarorku í öndvegi. Byggingar eru tveggja hæða með inngörðum til að skapa gott dagsljós og náttúrulega loftræsingu á öllum deildum. Útlit bygginga er opið og létt en gras og sólarspeglar hylja þök og gefa umhverfisvænt heildaryfirbragð.

Önnur Verk