Bogafjell

Bogafjell

Staðsetning
Sandnes, Noregur
Stærð
9,380 m2
Viðskiptavinur
Kruse Smith Eiendom
design image
Kruse Smith Eiendom réði Batteríð til að teikna íbúðahús á lóð í Bogafjell einu af nýrri íbúðahverfum í Sandnes.
Forsenda hönnunar var fyrirliggjandi skipulag sem gerir ráð fyrir 2 húsum með allt að 45 íbúðum á 3. og að hluta til 4 hæðum. Hannaðar voru 45 íbúðir ásamt bílakjallara, sem flestar eru gerðar með þarfir fatlaðra í huga. Markmiðið er að hanna fjölbreytt umhverfi fyrir mismunandi samfélagshópa. Lóðin liggur hátt með góðu útsýni yfir hæðótt umhverfið. Mikill landhalli er á lóðinni sem er bæði löng og mjó svo mikil áskorun var að hanna viðunandi íbúðir sem og útirými. Af þessum sökum áskilur skipulagið að íbúðir á neðstu hæð vestanmeginn á lóðinni þar sem brattinn er mestur skuli vera á 2 hæðum. Annmarkar á gildandi skipulagi urðu til þess að gerð var skipulagsbreyting svo hagkvæmari hönnun væri möguleg
Húsin eru fremur stór samanborið við nærliggjandi byggð sem einkennist af minni fjölbýlishúsum og raðhúsum. Til að gera húsin sjónrænt minni og í meiri takt við nánasta umhverfi eru unnið með mikið uppbrot og mismunandi hæðir. Byggingarefnið er timbur sem tengir húsin enn fremur nálægðri byggð en timbur er ráðandi byggingarefni á svæðinu. Garðsvæði til austurs og vestur tilheyra íbúðum á 1. Hæð. Sameiginlegt útisvæði húsanna tveggja er að mestu leyti á þaki bílakjallarans, en þar er gert ráð fyrir lágum gróðri og leiktækjum.

Önnur Verk